Frábær upphitun 14. apríl 2008 00:01 Tölvuleikir Gran Turismo 5: Prologue Playstation 3 Pegi: 3+ HHHH Forsmekkur af því sem koma skal. Gran Turismo 5: Prologue er forsmekkurinn á GT 5 sem á að koma út á næsta ári fyrir Playstation 3. Leikurinn er dálítið sérstakur fyrir þær sakir að hann stígur línuna á milli þess að vera sýnishorn eða full útgáfa. Hann er einhver staðar mitt á milli og þess vegna erfitt að vita hvernig á að eiga við hann. Leikurinn inniheldur sex brautir sem er hægt að spila bæði venjulega eða speglaðar, í leiknum eru síðan um 70 bílar sem er hægt að keppa á. Leikurinn skartar fullri háskerpuupplausn og 60 römmum á sekúndu. Leikurinn lítur meiriháttar vel út og nýtur sín vel í stóru háskerpu sjónvarpstæki. Í hljóðdeildinni svíkur leikurinn ekki heldur og skartar 7.1 hljóðrásum og hæfir vel í heimabíóið. GT leikirnir hafa ávallt gengið út á raunveruleika og að þér finnist þú vera að upplifa raunveruleikann þegar þú keyrir um brautir leiksins. Stór munur er á milli þess að keyra um á WV Golf GT eða Ford Mustang, hver bíll hefur sína eigin tilfinningu í akstri. Fyrir gírhausana er hægt að eyða talsverðum tíma í að fínstilla bílinn, fjöðrunina og annað í bílnum, og fyrir hina er hægt að leyfa leiknum að velja fyrir sig. Þegar þú ert búinn að eyða góðum tíma í að klára allar keppnir og ná öllum prófum sem er hægt að ná, bíður eftir þér netspilun og er það í fyrsta sinn sem GT serían skartar því. 16 leikmenn geta spilað í einu saman í keppnum á netinu. Leikurinn er með skemmtilegan hlut sem kallast GT Tv og er þar hægt að horfa á háskerpu myndbrot um bíla og annað því tengt og síðar verður hægt að horfa á bresku Top Gear þættina í gegnum þetta. Hönnuðir leiksins hafa lofað viðbótum sem verða gefnar út á næstu mánuðum, eins og fleiri brautum og bílum og mun það líklega auka endingu leiksins. Spurningin er, er leikurinn þess virði að kaupa? Er verið að kaupa sýnishorn eða eitthvað meira? Svarið er að leikurinn fer línuna mitt á milli og er vel þess virði að kíkja á fyrir bílaáhugamenn og mun stytta þeim stundirnar þangað til að Gran Turismo 5 kemur út að ári og ekki sakar að leikurinn er á lægra verði.Sveinn A. Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Gran Turismo 5: Prologue er forsmekkurinn á GT 5 sem á að koma út á næsta ári fyrir Playstation 3. Leikurinn er dálítið sérstakur fyrir þær sakir að hann stígur línuna á milli þess að vera sýnishorn eða full útgáfa. Hann er einhver staðar mitt á milli og þess vegna erfitt að vita hvernig á að eiga við hann. Leikurinn inniheldur sex brautir sem er hægt að spila bæði venjulega eða speglaðar, í leiknum eru síðan um 70 bílar sem er hægt að keppa á. Leikurinn skartar fullri háskerpuupplausn og 60 römmum á sekúndu. Leikurinn lítur meiriháttar vel út og nýtur sín vel í stóru háskerpu sjónvarpstæki. Í hljóðdeildinni svíkur leikurinn ekki heldur og skartar 7.1 hljóðrásum og hæfir vel í heimabíóið. GT leikirnir hafa ávallt gengið út á raunveruleika og að þér finnist þú vera að upplifa raunveruleikann þegar þú keyrir um brautir leiksins. Stór munur er á milli þess að keyra um á WV Golf GT eða Ford Mustang, hver bíll hefur sína eigin tilfinningu í akstri. Fyrir gírhausana er hægt að eyða talsverðum tíma í að fínstilla bílinn, fjöðrunina og annað í bílnum, og fyrir hina er hægt að leyfa leiknum að velja fyrir sig. Þegar þú ert búinn að eyða góðum tíma í að klára allar keppnir og ná öllum prófum sem er hægt að ná, bíður eftir þér netspilun og er það í fyrsta sinn sem GT serían skartar því. 16 leikmenn geta spilað í einu saman í keppnum á netinu. Leikurinn er með skemmtilegan hlut sem kallast GT Tv og er þar hægt að horfa á háskerpu myndbrot um bíla og annað því tengt og síðar verður hægt að horfa á bresku Top Gear þættina í gegnum þetta. Hönnuðir leiksins hafa lofað viðbótum sem verða gefnar út á næstu mánuðum, eins og fleiri brautum og bílum og mun það líklega auka endingu leiksins. Spurningin er, er leikurinn þess virði að kaupa? Er verið að kaupa sýnishorn eða eitthvað meira? Svarið er að leikurinn fer línuna mitt á milli og er vel þess virði að kíkja á fyrir bílaáhugamenn og mun stytta þeim stundirnar þangað til að Gran Turismo 5 kemur út að ári og ekki sakar að leikurinn er á lægra verði.Sveinn A. Gunnarsson
Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira