Kidman næsti Indiana Jones 18. september 2008 04:00 Nicole Kidman skipar sér fljótlega í flokk með kunnustu hasarmyndahetjum. Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum. Handritshöfundur myndarinnar er Simon Kinberg sem skrifað hefur handritið að myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith og Night at the Museum 2. Kinberg kveðst hafa haft Kidman í huga þegar hann hófst handa við að skrifa handrit Áttunda undursins og er því skiljanlega hæstánægður með að fá leikkonuna til liðs við verkefnið. Kidman hefur ekki aðeins tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar, heldur er hún einnig einn af framleiðendum hennar. Athygli vekur að Áttunda undrið verður önnur hasarmynd Kidman á innan við tveimur árum, en leikkonan hefur fram að þessu ekki verið sérlega þekkt fyrir leik sinn í slíkum myndum. Um jólin er væntanleg í kvikmyndahús stórmynd leikstjórans Baz Luhrmann, Australia, en í henni leikur Kidman enska hefðarkonu og landeiganda sem kemst í hann krappan þegar til stendur að þvinga hana út af landareign sinni.- vþ Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum. Handritshöfundur myndarinnar er Simon Kinberg sem skrifað hefur handritið að myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith og Night at the Museum 2. Kinberg kveðst hafa haft Kidman í huga þegar hann hófst handa við að skrifa handrit Áttunda undursins og er því skiljanlega hæstánægður með að fá leikkonuna til liðs við verkefnið. Kidman hefur ekki aðeins tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar, heldur er hún einnig einn af framleiðendum hennar. Athygli vekur að Áttunda undrið verður önnur hasarmynd Kidman á innan við tveimur árum, en leikkonan hefur fram að þessu ekki verið sérlega þekkt fyrir leik sinn í slíkum myndum. Um jólin er væntanleg í kvikmyndahús stórmynd leikstjórans Baz Luhrmann, Australia, en í henni leikur Kidman enska hefðarkonu og landeiganda sem kemst í hann krappan þegar til stendur að þvinga hana út af landareign sinni.- vþ
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira