Erlent

Olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu 90 milljarðar tunna

Talið er að óunnar olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu nemi um 90 milljörðum tunna.

Þetta er meira magn en fundist hefur í löndunum Nígeríu, Kazaksthan og Mexíkó samanlögðum. Magnið er nægilegt til að sinna öllum olíuþörfum Bandaríkjanna um 12 ára skeið. Um þriðjungur af þessu olíumagni er á svæðum sem tilheyra Alaska.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Jarðrannsóknastöð Bandaríkjanna. Í skýrslunni segir að megnið af Norðurskautssvæðinu, einkum undan ströndum þess sé enn órannsakað hvað mögulega olíuvinnslu varðar. Hinsvegar sé ísinn á svæðinu að hopa hratt þessa stundina og þar með opnast möguleikara á frekari olíuleit og vinnslu við Norðurskautið.

Fyrir utan olíuna er talið að um 30% af náttúrgasi í heiminum sé að finna á Norðurskautssvæðinu.

Þjóðirnar sem keppa munu um olíuvinnslu á svæðinu eru Kanada, Rússland, Noregur, Danmörk auk Bandarikjanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×