Lífið

Jólalögin byrja að óma á Létt Bylgjunni

Jólalögin byrja að óma á morgun á Létt Bylgjunni. Fyrst um sinn verða jólalögin leikin í bland við þá tónlist sem stöðin spilar alla jafna en þegar nær dregur jólum verða eingöngu leikin jólalög og ný íslensk tónlist.

Umsjónarfólk jólastöðvarinnar eru Ragnhildur Magnúsdóttir frá 13 til 18 alla daga og Bragi Guðmundsson sem sér um morgunvaktina frá klukkan 8 til 13 alla virka daga.

Erlend og íslensk, gömul og ný jólalög munuhljóma allan sólarhringinn, alveg til jóla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.