Fótbolti

Ármann Smári missir af upphafi tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ármann Smári í leik með Brann.
Ármann Smári í leik með Brann. Mynd/Scanpix

Ármann Smári Björnsson segir að honum líði mun betur eftir að hann gekkst undir aðgerð á baki fyrir fjórum vikum síðar en að það sé ljóst að hann missir af upphafi tímabilsins í norsku úrvalsdeildinni.

Ármann er á mála hjá Noregsmeisturum Brann en nýtt tímabil hefst þann 29. mars næstkomandi. Degi síðar tekur Brann á móti Fredrikstad.

„Það eina sem er víst er að ég missi af fyrstu leikjunum," sagði Ármann í samtali við norska fjölmiðla. „Ég þarf bara að taka því rólega. Því er þó ekki að neita að þessar fjórar vikur hafa verið langar og leiðinlegar."

Þrír aðrir Íslendingar eru á mála hjá Brann, þeir Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Gylfi Einarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×