Viðskipti erlent

Olíuframleiðslan óbreytt þrátt fyrir verðhækkanir

Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-arabíu.
Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-arabíu.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúma þrjú prósent og fór í 102 dali á tunni í dag eftir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) ákváðu á fundi sínum í Vín í Austurríki að halda framleiðslunni óbreyttri.

Þetta er í samræmi við væntingar markaðsaðila.

Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-arabíu, segir ákvörðunina byggjast á því að framboð og eftirspurn eftir olíu sé í jafnvægi og því sé ekki tilefni til breytinga á framleiðslukvótum.

Hussain al-Shahristani, olíumálaráðherra Íraks, segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna í dag, að boðað verði til sérstaks fundar um breytingar á framleiðslunni verði tilefni til þess.

Helsta ástæðan fyrir verðhækkuninni nú er óvæntur samdráttur á olíubirgðum í Bandaríkjunum á milli vikna í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×