Mikil götuslagsmál urðu í Osló í gærkvöldi þegar lögreglan lenti í átökum við hústökufólk.
Fólkið hafði bólfestu á bóndabæ sem eitt sinn hafði verið, sem loks var ákveðið að rífa eftir löng málaferli.
Staðurinn hafði verið rýmdur fyrr um daginn og þá átakalaust. Um kvöldið komu hinsvegar um fimmtíu ungmenni til baka til þess að endurheimta bæinn.
Þegar unglingarnir hlýddu ekki margítrekuðum fyrirmælum lögreglunnar um að hafa sig á brott, var ákveðið að ryðja plássið.
Það kom til nokkuð harðra átaka og óeirðalögregla með skildi og hjálma beitti táragasi. Lögregluhundar voru einnig til taks.
Lögreglumenn og hundar voru grýttir með flöskum og grjóti. Margir þeirra meiddust. Þrír hústökumanna voru handteknir.
Lögreglan skoðar nú myndbandsupptökur af atburðinum til þess að bera kennsl á hústökumennina sem höfðu sig mest í frammi. Búist er við fleiri handtökum.