Barnaníðingur í biblíuskóla Andri Ólafsson skrifar 8. september 2008 12:15 Ágúst Magnússon, sem nýlega losnaði úr fangelsi eftir fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum, hefur hafið nám við Livets Ord biblíuskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Ágúst er enn á reynslulausn en fékk að sögn Staffan Moberg, skólastjóra biblíuskólans, sérstakt leyfi frá fangelsismálayfirvöldum til þess að koma til Svíþjóðar og hefja nám við skólann. Ágúst skrifaði Moberg langt og ítarlegt bréf þegar hann sótti um skólavist. Í bréfinu greindi Ágúst Moberg skólastjóra frá bakgrunni sínum. Moberg segir hins vegar að samnemendum Ágústs sé ekki kunnugt um dóminn sem hann fékk hér á Íslandi. „Ágúst bað um að því yrði haldið leyndu," segir Staffan. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Ágúst leigt íbúð með fjórum karlmönnum síðan hann hóf nám við biblíuskólann í Uppsölum. Hann ákvað hins vegar nýlega að taka herbergi á leigu hjá hjónum með tvö börn. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa hjónin, sem eru meðlimir í Livets Ord söfnuðinum, enga hugmynd um bakgrunn Ágústs né sakaferil. Ágúst er einn alræmdasti barnaníðingur Íslands en hann hefur viðurkennt að hafa brotið gegn allt að átta drengjum til viðbótar við þá fimm sem hann var dæmdur fyrir að níðast á. Auk þess vakti það mikinn óhug þegar Ágúst var gripinn við að reyna að komast í kynferðisleg kynni við tálbeitu fréttaþáttarins Kompáss en tálbeitan þóttist vera 13 ára stúlka. Ágúst var á þeim tíma vistaður á áfangaheimilinu Vernd. Vernd ákvað í kjölfarið að hætta að vista menn sem afplána dóma fyrir kynferðisbrot. Ágúst hefur lengi verið viðriðinn kristilegt félagsstarf. Hann vann til dæmis í Sumarbúðum KFUM og K í Vatnaskógi. Í biblíuskólanum sem Ágúst stundar nú nám við eru 45 nemendur. Þeir eru á aldrinum 18 til 40 ára. Að sögn skólastjórans byggist námið á því að kenna nemendum hvernig best sé að taka á móti boðskapi guðs og nýta hann í daglegu lífi. Staffan Moberg segist viss um að námið í Uppsölum geti gert Ágúst að nýjum og betri manni svo lengi sem hann drekki í sig orð guðs. Livets Ord er stærsti óháði kristilegi söfnuðurinn í Svíþjóð. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ágúst Magnússon, sem nýlega losnaði úr fangelsi eftir fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum, hefur hafið nám við Livets Ord biblíuskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Ágúst er enn á reynslulausn en fékk að sögn Staffan Moberg, skólastjóra biblíuskólans, sérstakt leyfi frá fangelsismálayfirvöldum til þess að koma til Svíþjóðar og hefja nám við skólann. Ágúst skrifaði Moberg langt og ítarlegt bréf þegar hann sótti um skólavist. Í bréfinu greindi Ágúst Moberg skólastjóra frá bakgrunni sínum. Moberg segir hins vegar að samnemendum Ágústs sé ekki kunnugt um dóminn sem hann fékk hér á Íslandi. „Ágúst bað um að því yrði haldið leyndu," segir Staffan. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Ágúst leigt íbúð með fjórum karlmönnum síðan hann hóf nám við biblíuskólann í Uppsölum. Hann ákvað hins vegar nýlega að taka herbergi á leigu hjá hjónum með tvö börn. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa hjónin, sem eru meðlimir í Livets Ord söfnuðinum, enga hugmynd um bakgrunn Ágústs né sakaferil. Ágúst er einn alræmdasti barnaníðingur Íslands en hann hefur viðurkennt að hafa brotið gegn allt að átta drengjum til viðbótar við þá fimm sem hann var dæmdur fyrir að níðast á. Auk þess vakti það mikinn óhug þegar Ágúst var gripinn við að reyna að komast í kynferðisleg kynni við tálbeitu fréttaþáttarins Kompáss en tálbeitan þóttist vera 13 ára stúlka. Ágúst var á þeim tíma vistaður á áfangaheimilinu Vernd. Vernd ákvað í kjölfarið að hætta að vista menn sem afplána dóma fyrir kynferðisbrot. Ágúst hefur lengi verið viðriðinn kristilegt félagsstarf. Hann vann til dæmis í Sumarbúðum KFUM og K í Vatnaskógi. Í biblíuskólanum sem Ágúst stundar nú nám við eru 45 nemendur. Þeir eru á aldrinum 18 til 40 ára. Að sögn skólastjórans byggist námið á því að kenna nemendum hvernig best sé að taka á móti boðskapi guðs og nýta hann í daglegu lífi. Staffan Moberg segist viss um að námið í Uppsölum geti gert Ágúst að nýjum og betri manni svo lengi sem hann drekki í sig orð guðs. Livets Ord er stærsti óháði kristilegi söfnuðurinn í Svíþjóð.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira