Erlent

Fjölmargir töpuðu á pýramídasvindli Madoffs

Bernard L. Madoff hefur verið ákærður fyrir milljarða dala svik. MYND/AP
Bernard L. Madoff hefur verið ákærður fyrir milljarða dala svik. MYND/AP

Forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins hefur fyrirskipað innanhúss rannsókn á því afhverju ekki hafi verið kannaðar ábendingar um fjársvik Bernards Madoff, fyrrverandi forstjóra Nasdaq kauphallarinnar. Þær bárust eftirlitinu fyrir tæpum áratug.

Madoff var í síðustu viku ákærður fyrir 50 milljarða dala fjársvik og málið talið það umfangsmesta í sögunni. Hann játaði á sig brotin. Fjölmargir bankar og fjármálastofnanir víða um heim hafi tapað heilmiklu á pýramídasvindli Madoffs sem var dulbúið sem vogunarsjóður.

Þar á meðal Nordea, Danske Bank, Santander á Spáni, Fortis og HSBC. Fjölmörg góðgerðarsamtök lögðu einnig til fé sem nú er horfið. Þar á meðal eru mannúðarsamtök sem kvikmynadleikstjórinn Steven Spielberg stofnaði.

Madoff, sem er sjötugur, hafði getið sér gott orð í fjármálaheiminum áður en upp komst um svikin. Um tíma var hann stjórnarformaður Nasdaq kauphallarinnar.

BBC greindi frá því í dag að grunur hafi þó vaknað strax 1999 þegar bandaríska fjármálaeftirlitinu hafi borist ábendingar um svik. Ekkert var gert þá og heldur ekki þegar frekari vísbendingar bárust nokkru síðar. Christopher Cox, sem hefur verið forstjóri eftirlitsins síðan í ágúst 2005, hefur fyrirskipað innanhússrannsókn á því hvað hafi brugðist. Vísað hafi verið á tiltekin dæmi og ábendingarnar hafi verið trúverðugar en þrátt fyrir það hafi ekkert verið gert.

Verði Madoff sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóm og fimm milljón dala sekt.


Tengdar fréttir

Innanhússrannsókn hjá bandaríska fjármálaeftirlitinu

Fjármálaeftirlitið bandaríska hefur fyrirskipað innanhússrannsókn á því hvers vegna ekkert hafi verið aðhafst þegar ábendingar bárust fyrir nærri áratug um möguleg svik Bernards Madoffs, fyrrverandi stjórnarformanns Nasdaq kauphallarinna. Madoff hefur verið ákærður fyrir milljarða dala svik og málið talið eitt það umfangsmesta í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×