Fyrstu tónleikarnir á Íslandi 4. desember 2008 05:30 Popparinn Ingi Örn Gíslason heldur útgáfutónleika á föstudagskvöld til að kynna sína fyrstu sólóplötu. fréttablaðið/vilhelm Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun," segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu tók Ingi plötuna upp í San Francisco með upptökustjóranum Scott Mathews, sem hefur unnið með hetjum á borð við David Bowie, Johnny Cash og Brian Wilson. „Við vorum í sex vikur að taka upp og það gekk rosavel," segir Ingi sem væri alveg til í að vinna aftur með Scott: „Hann er rosalega góður og það var magnað að vinna með honum." Nafnið Human Oddities er tilvísun í skrítið fólk sem Ingi virðist hafa heillast af í gegnum tíðina. „Í sumum lögunum koma hinir og þessir skrítnir einstaklingar fram þannig að nafnið var mjög viðeigandi." Þrátt fyrir að tónleikarnir á Nasa verði hans fyrstu hér á landi hefur Ingi spilað lítillega í London þar sem hann hefur búið. Í umslagi nýju plötunnar talar breski tónlistarblaðamaðurinn Ben H. Murray um frammistöðu hans og minnist sérstaklega á tónleika í Brixton Windmill þar sem áheyrendur stóðu upp í lokin og klöppuðu hann tvívegis upp. Slíkt gerist ekki á hverjum degi þar í borg. Ingi vonast til að vinna aftur með Scott Mathews en fyrst ætlar hann að koma plötunni að úti í heimi og er Scott að leggja fyrir hann línurnar í Bandaríkjunum. „Framhaldið er frekar óljóst en vonandi kemur þetta í ljós sem fyrst á nýju ári," segir hann. Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun," segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu tók Ingi plötuna upp í San Francisco með upptökustjóranum Scott Mathews, sem hefur unnið með hetjum á borð við David Bowie, Johnny Cash og Brian Wilson. „Við vorum í sex vikur að taka upp og það gekk rosavel," segir Ingi sem væri alveg til í að vinna aftur með Scott: „Hann er rosalega góður og það var magnað að vinna með honum." Nafnið Human Oddities er tilvísun í skrítið fólk sem Ingi virðist hafa heillast af í gegnum tíðina. „Í sumum lögunum koma hinir og þessir skrítnir einstaklingar fram þannig að nafnið var mjög viðeigandi." Þrátt fyrir að tónleikarnir á Nasa verði hans fyrstu hér á landi hefur Ingi spilað lítillega í London þar sem hann hefur búið. Í umslagi nýju plötunnar talar breski tónlistarblaðamaðurinn Ben H. Murray um frammistöðu hans og minnist sérstaklega á tónleika í Brixton Windmill þar sem áheyrendur stóðu upp í lokin og klöppuðu hann tvívegis upp. Slíkt gerist ekki á hverjum degi þar í borg. Ingi vonast til að vinna aftur með Scott Mathews en fyrst ætlar hann að koma plötunni að úti í heimi og er Scott að leggja fyrir hann línurnar í Bandaríkjunum. „Framhaldið er frekar óljóst en vonandi kemur þetta í ljós sem fyrst á nýju ári," segir hann.
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira