Lífið

Sinfóníuhljómsveitin býður þjóðinni á tónleika

„Á tímum óvissu og fjárhagskreppu er fátt hollara en að fá að upplifa allar mannlegar tilfinningar í gegnum tónlistina," segir Arna Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Sinfóníuhljómsveitin býður þjóð sinni á tónleika föstudaginn 17. október kl. 19:30 og laugardaginn 18. október kl.17:00, svo lengi sem húsrúm leyfir, að hlýða á sinfóníur Síbelíusar.

Tónleikarnir eru hluti af Síbelíusar-maraþoni sem hljómsveitin stendur fyrir og átti að vera undirbúningur fyrir ferð hljómsveitarinnar til Japans. Það er Finninn Petri Sakari sem stjórnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.