Formúla 1

Senna ætlar að standa undir nafni

Bruno Senna mun aka Honda bíl og markmiðið er að fá sæti Rubens Barrichello hjá liðinu.
Bruno Senna mun aka Honda bíl og markmiðið er að fá sæti Rubens Barrichello hjá liðinu. mynd: kappakstur.is

Bruno Senna, frændi Ayrtons Senna fær tækifæri á að senna getu sína með Honda liðinu í næstu viku og gæti komið inn sem ökumaður í stað Rubens Barrichello.

Senna stóð sig vel í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur undirbúið sig af kappi með Honda liðinu í bækistöðvunum í Englandi.

"Mig hefur alltaf dreymt um að keyra Formúlu 1 bíl og það er frábært að fá tækifæri eftir aðeins fjögur ár í kappakstri", sagði Senna um málið.

"Ég hef undirbúið mig vel og styrkt hálsvöðvanna sérstaklegea á æfingum í ræktinni. Þá hef ég undirbúið mig með tæknimönnum Honda í Brackley til að læra á undirstöðuatriði varðandi bílinn."

Senna nafnið er frægt sökum þess að frændi Bruno, Ayrton Senna var sannkallað goð í Formúlu 1. "Ég veit að ég mun fá mikla athygli, en ég verð bara að standa undir nafni. Vona ég að ég geti sannfært Honda menn að ég eigi skilið að fá sæti í Formúlu 1", sagði Senna.

Barrichello sem er landi Senna vonast til að halda sæti sínu hjá Honda, en hvorki hann né Jenson Button hafa verið staðfestir sem ökumenn liðsins á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×