Lífið

Þingmenn fengu Gleðigjafann

Þingmennirnir Helga Sigrún Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon kynna sér gleðigjafann.
Þingmennirnir Helga Sigrún Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon kynna sér gleðigjafann.

Fjölmargir einstaklingar og hópar hafa undanfarið tekið til sinna ráða til að kljást við kreppuna. Allt frá því að gefa Færeyingum jólastjörnur, efna til borgarafunda og upp í að skipuleggja heila stórtónleika.

Starfsmenn Nóa Síríusar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir hafa undanfarna daga ferðast um borgina og dreift svokölluðum Gleðigjöfum til fólks. Gleðigjafinn er lítill poki fullur af íslensku gotteríi og pokanum fylgja uppbyggileg hvatningarorð ýmissa þekktra Íslendinga.

Að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, markaðsstjóra Nóa Síríusar, voru allir tilbúnir í að taka þátt sem leitað var til. Meðal þeirra sem lögðu Gleðigjafaverkefninu til frumsamin hvatningarorð eru Bubbi Morthens, Sigga Beinteins, Helga Braga, Simmi Vilhjálms, Laddi og Diddú.

Starfsmenn Nóa Síríusar komu við á Alþingi í dag og færðu þingmönnum og starfsfólki Alþingis Gleðigjafa. Helga Sigrún Harðardóttir alþingismaður mætti starfsmönnunum fyrir utan Alþingi og tók á móti fyrsta pokanum. Steingrímur J. Sigfússon slóst í hópinn úti en svo var haldið inn þar sem fleiri þingmönnum og starfsfólki Alþingis var afhentur Gleðigjafinn.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.