Handbolti

Sigrar hjá Fram og HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Drengsson sækir að marki Aftureldingar.
Guðjón Drengsson sækir að marki Aftureldingar.

Fram og HK deila enn öðru sætinu í N1-deild karla eftir að hafa unnið sína leiki í deildinni í dag.

HK vann sigur á ÍBV á útivelli, 30-25, á meðan að Fram vann sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 36-30.

HK er í öðru sæti deildarinnar með betra markahlutfall en bæði lið eru með 34 stig, níu stigum á eftir Íslandsmeisturum Hauka.

Þá er einum leik lokið í N1-deild kvenna í dag. HK vann öruggan sigur á Akureyri, 37-25. HK er í sjötta æsti deildarinnar með fimmtán stig en Akureyri á botninum án stiga.

Leikur Fylkis og Stjörnunnar er rétt ólokið í N1-deild kvenna og lokaleikur dagsins er viðureign Hauka og Gróttu klukkan 17.00.

Einum leik er ólokið í N1-deild karla en þar eigast við Akureyri og Valur. Sá leikur hófst klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×