Lífið

Þjóðþekktir einstaklingar tilnefndir í framboð Ástþórs

Ástþór Magnússon þekkir framboð af eigin raun, enda hefur hann tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta lýðveldisins.
Ástþór Magnússon þekkir framboð af eigin raun, enda hefur hann tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta lýðveldisins.

Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Lýðræðishreyfingin undir forystu Ástþórs Magnússonar boðað til þingframboðs í næstu kosningum. Ekki er um hefðbundið framboð að ræða því ætlunin er sú að kosið verði á milli einstaklingana sem mynda listann en ekki sjálfan flokkinn. Hægt er að tilnefna einstaklinga á heimasíðu hreyfingarinnar. 19 tilnefningar eru komnar og má þar sjá nokkra þekkta einstaklinga.

Hægt er að tilnefna einstaklinga úr þjóðfélaginu en hægt er að rökstyðja tilnefninguna. Að sögn Ástþórs er ætlunin sú að merkt verði með því sætisnúmeri sem viðkomandi vill sjá frambjóðandann í. Sá einstaklingur sem síðan fær flest atkvæði í efsta sæti, tæki sæti á Alþingi næði framboðið inn manni.

Lýðræðishreyfingin er fyrst og fremst hugsuð sem vagn undir framboð einstaklinganna og mun veita fjárhagslegan stuðning.

Á listanum yfir þá sem hafa verið tilnefndir má sjá lögfræðing, laganema, aðjúnkt, fyrrverandi og núverandi ráðherra.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur verið tilnefndur en um hann er sagt. „Björgvin G. Sigurðsson er annar tveggja ráðherra ríkisstjórnarinnar sem átta sig á hvaða kröfur eru gerðar í lýðræðisþjóðfélagi. Hann hefur kallað eftir kosningum."

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Ástþór Magnússon, Jón Baldvin Hannibalsson, Vilhjálmur Bjarnason, Guðmundur Ólafsson og Fróði Steingrímsson hafa einnig fengið tilnefningu.

Hægt er að tilnefna fólk hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.