Erlent

Hægt að grennast með hugsuninni einni saman

Ef hungrið seðjar að er gott að einbeita sér að seinustu máltíð samkvæmt þessari rannsókn.
Ef hungrið seðjar að er gott að einbeita sér að seinustu máltíð samkvæmt þessari rannsókn.

Samkvæmt nýjustu rannsóknum gæti hugi manns skipt grundvallarmáli í megrun. Þannig gæti verið mögulegt að „hugsa" sig grannan með því að einbeita sér að nýlegri máltíð frekar en hlaupa út í búð eftir súkkulaðistykki.

Þannig skiptir máli hvernig maður hugsar um mat, maður á ekki að hugsa almennt um mat heldur hugsa um einhverja ákveðna máltíð sem maður hefur nýlega neytt og þá hverfur lystin. Ef hugsi maður of almennt um mat, þá getur maður í raun orðið hungraðri en maður raunverulega er.

Rannsakendur í Háskólanum í Birmingham báðu kvenstúdenta um að taka þátt í rannsókn þar sem þær áttu að borða kexkökur. Var raunverulegur tilgangur rannsóknarinnar haldið leyndur fyir þeim.

Helmingur stúdínanna voru beðnar um að skrifa greinargóða lýsingu á hádegismat sínum á meðan hinn helmingurinn var beðinn um að skrifa um ferð þeirra að háskólabyggingunni. Þær sem skrifuðu um hádegismatinn átu færri kexkökur en hinar.

Þetta kemur fram á fréttavef Sky.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×