Nóg að gera hjá Bang Gang 18. júlí 2008 06:00 Barði á fleygiferð í sumar Bang Gang spilar á laugardaginn á LungA. Hljómsveitin Bang Gang verður mikið á ferð og flugi næstu daga. Í gær var hún stödd í Frakklandi til að spila á rokktónlistarhátíðinni Plage de Rock sem haldin er rétt fyrir utan St. Tropez. Bang Gang heldur svo til Parísar í dag þar sem hljómsveitin verður með útgáfutónleika og að þeim loknum er ferðinni heitið alla leið austur á land þar sem hljómsveitin spilar á LungA á Seyðisfirði. Tónleikarnir á Seyðisfirði verða jafnframt þeir fyrstu sem hljómsveitin heldur hér á landi í rúm tvö ár. „Bang Gang kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir stuttu en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem hljómsveitin kemur fram ein og óstudd. Það er gaman að þessir fyrstu tónleikar verði á Seyðisfirði þar sem ég er hálfur Seyðfirðingur og löngu orðið tímabært að ég haldi tónleika fyrir austan,“ segir Barði Jóhannsson tónlistarmaður. Barði mun ekki sitja auðum höndum í sumar því eftir tónleikana á Seyðisfirði mun hann taka að sér að semja tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík/Rotterdam og því næst heldur hann út á ný í tónleikaferðalag um Evrópu. „Ég er með bókara úti sem sér um að bóka mig á tónleika. Ég mun spila á milli tuttugu til þrjátíu tónleikum í september og október, þannig að þetta er nokkuð strangt prógram sem er framundan,“ segir Barði áður en hann rýkur í hljóðprufu. - sm Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Bang Gang verður mikið á ferð og flugi næstu daga. Í gær var hún stödd í Frakklandi til að spila á rokktónlistarhátíðinni Plage de Rock sem haldin er rétt fyrir utan St. Tropez. Bang Gang heldur svo til Parísar í dag þar sem hljómsveitin verður með útgáfutónleika og að þeim loknum er ferðinni heitið alla leið austur á land þar sem hljómsveitin spilar á LungA á Seyðisfirði. Tónleikarnir á Seyðisfirði verða jafnframt þeir fyrstu sem hljómsveitin heldur hér á landi í rúm tvö ár. „Bang Gang kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir stuttu en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem hljómsveitin kemur fram ein og óstudd. Það er gaman að þessir fyrstu tónleikar verði á Seyðisfirði þar sem ég er hálfur Seyðfirðingur og löngu orðið tímabært að ég haldi tónleika fyrir austan,“ segir Barði Jóhannsson tónlistarmaður. Barði mun ekki sitja auðum höndum í sumar því eftir tónleikana á Seyðisfirði mun hann taka að sér að semja tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík/Rotterdam og því næst heldur hann út á ný í tónleikaferðalag um Evrópu. „Ég er með bókara úti sem sér um að bóka mig á tónleika. Ég mun spila á milli tuttugu til þrjátíu tónleikum í september og október, þannig að þetta er nokkuð strangt prógram sem er framundan,“ segir Barði áður en hann rýkur í hljóðprufu. - sm
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira