Lífið

Opnun á heimasíðu fagnað á Tunglinu

Flex Music býður þér á Tunglið föstudagskvöldið 14. nóvember. Munu þeir Ghozt & Brunhein þeyta þar skífum.

Verið er að fagna opnun á nýrri heimasíðu Flex Music á vefslóðinni Flex.is - vefsíðan verður opnuð á slaginu 19:00 eða þegar útvarpsþátturinn Flex fer í loftið á X-inu 97.7.

Kiddi Ghozt forsprakki Flex Music hefur staðið á bakvið komu margra af þeim erlendu plötusnúðum fengnir hafa verið til landsins og Bjössi Brunhein er hans lærifaðir.

Ekki missa af Klúbbaþættinum Flex í kvöld á slaginu 19:00 þar sem upphitun hefst með Ghozt & Brunhein.

Sendu póst á flex@flex.is til þess að skrá þig á gestalista fyrir kvöldið.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.