Ný virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun 18. júlí 2008 13:47 Náttuverndarsamtök Íslands segja að Aloca fari fram á nýja virkun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki til að vinna eftir. Fyrr í dag sendi Alcoa frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið kynnir endurskoðuð drög að tillögu um matsáætlun vegna álversins á Bakka. Í þeim er gert ráð fyrir að álverið geti verið mun stærra en áður var gert ráð fyrir eða með framleiðslugetu allt frá 250 þúsund tonnum til 346 þúsund tonna á ári. Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir að miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýði þetta að virkja þurfi Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Samtökin kalla eftir náttúruverndarstefnu stjórnvalda sem byggi á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Tilkynning Náttúrusamtaka Íslands: Alcoa fer fram á nýja "Kárahnjúkavirkjun" Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári þarfnast virkjunar af sömu stærð og Kárahnjúkavirkjun. Miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýðir þetta að til þess að áform Alcoa verði að veruleika þyrfti að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Þau virkjunaráform eru mjög umdeild, miklu umdeildari en virkjun jarðvarma á Þeistareykjum. Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári losar um það bil 600 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum árlega. Alcoa - sem vegur þungt í kolefnishagkerfinu - gerir nú kröfur um að íslensk stjórnvöld styðji svo kallaða geiranálgun í samningum um framhald Kyoto-bókunarinnar eftir 2012. Það þýðir að einstökum iðngeirum verði sett losunarmörk óháð landamærum. Hvorki Alcoa eða álgeirinn hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á alþjóðavísu. Þar vilja menn hafa frítt spil. Í þessu sambandi er rétt að minna á nú þegar er losun á hvern Íslending 17 tonn á ári sem er með því með mesta sem gerist í heiminum. Náttúruverndarsamtök Íslands krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu og mörk fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki að vinna eftir; stefnu sem byggir á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hvorugt liggur fyrir enn. Tengdar fréttir Alcoa skoðar stærra álver á Bakka Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn. 18. júlí 2008 12:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Náttuverndarsamtök Íslands segja að Aloca fari fram á nýja virkun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki til að vinna eftir. Fyrr í dag sendi Alcoa frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið kynnir endurskoðuð drög að tillögu um matsáætlun vegna álversins á Bakka. Í þeim er gert ráð fyrir að álverið geti verið mun stærra en áður var gert ráð fyrir eða með framleiðslugetu allt frá 250 þúsund tonnum til 346 þúsund tonna á ári. Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir að miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýði þetta að virkja þurfi Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Samtökin kalla eftir náttúruverndarstefnu stjórnvalda sem byggi á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Tilkynning Náttúrusamtaka Íslands: Alcoa fer fram á nýja "Kárahnjúkavirkjun" Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári þarfnast virkjunar af sömu stærð og Kárahnjúkavirkjun. Miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýðir þetta að til þess að áform Alcoa verði að veruleika þyrfti að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Þau virkjunaráform eru mjög umdeild, miklu umdeildari en virkjun jarðvarma á Þeistareykjum. Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári losar um það bil 600 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum árlega. Alcoa - sem vegur þungt í kolefnishagkerfinu - gerir nú kröfur um að íslensk stjórnvöld styðji svo kallaða geiranálgun í samningum um framhald Kyoto-bókunarinnar eftir 2012. Það þýðir að einstökum iðngeirum verði sett losunarmörk óháð landamærum. Hvorki Alcoa eða álgeirinn hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á alþjóðavísu. Þar vilja menn hafa frítt spil. Í þessu sambandi er rétt að minna á nú þegar er losun á hvern Íslending 17 tonn á ári sem er með því með mesta sem gerist í heiminum. Náttúruverndarsamtök Íslands krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu og mörk fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki að vinna eftir; stefnu sem byggir á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hvorugt liggur fyrir enn.
Tengdar fréttir Alcoa skoðar stærra álver á Bakka Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn. 18. júlí 2008 12:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Alcoa skoðar stærra álver á Bakka Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn. 18. júlí 2008 12:08