Lífið

Karlmaðurinn á von á öðru barni

Thomas Beatie og dóttir hans Susan Juliette.
Thomas Beatie og dóttir hans Susan Juliette.

Thomas Beatie, sem fæddist sem kona en lifir sem karlmaður eftir að hafa undirgengist kynskiptaaðgerð, á von á öðru barni.

Thomas eignaðist stúlkubarn á spítala í Oregon í júlí á þessu ári sem hlaut nafnið Susan Juliette.

Meðganga hans vakti heimsathygli.

Eftir að Beatie ákvað að verða karlmaður lét hann fjarlægja brjóst sín, en hélt þó æxlunarfærunum af því hann vildi einn daginn eignast börn.

„Hún er svo verðmæt og ég get ekki hætt að horfa á hana. Bara að halda á stelpunni er besta tilfinning í öllum heiminum, " sagði Thomas Beatie eftir að hann eignaðist Susan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.