Höfuðpaurinn í kókaínmálinu segir dóminn hlægilegan 26. júní 2008 16:48 Anton Kristinn Þórarinsson er afar ósáttur með dóm Héraðsdóms frá því í dag. „Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt," segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. „Ég er dæmdur í tveggja ára fangelsi sem á ekki að vera hægt," segir Anton en efnunum var smyglað hingað til lands í tveimur ferðum frá Kaupmannahöfn sem farnar voru í byrjun október. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. „Það er enginn hinna sem nefnir nafnið mitt og það kemur hvergi fram að ég hafi verið eigandi þessara efna. Þeir hleruðu símann minn í eitt ár útaf grunsemdum þar sem ég er nokkuð þekktur í Reykjavík fyrir svona rugl," segir Anton sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000 fyrir fíkniefnamisferli. „Ég hitti þennan Jón Halldór nítján sinnum en talaði aldrei við hann almennilega í síma. Ég bað hann bara alltaf um að hitta mig, stökk síðan út úr bílnum og talaði við hann þar." Í dómnum kemur fram að Anton hafi alfarið neitað sök í málinu og að enginn hinna hafi borið hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa" að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Þetta er Anton mjög ósáttur með og bendir á að einungis grunur lögreglu hafi legið til grundvallar sakfellingar. „Þetta hefur aldrei áður gerst á Íslandi og þeir sögðu við mig að þetta væri prófmál og það ætti að sjá hvað kæmi út úr þessu. Það bjuggust allir við sýknu en ég er ekkert að grenja þennan dóm. Þetta fer fyrir Hæstarétt og það getur ekki annað verið en að ég verði sýknaður þar, ef ekki þá fer þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu," sagði Anton að lokum en hann var staddur í 32 stiga hita á Spáni þegar Vísir náði af honum tali. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt," segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. „Ég er dæmdur í tveggja ára fangelsi sem á ekki að vera hægt," segir Anton en efnunum var smyglað hingað til lands í tveimur ferðum frá Kaupmannahöfn sem farnar voru í byrjun október. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. „Það er enginn hinna sem nefnir nafnið mitt og það kemur hvergi fram að ég hafi verið eigandi þessara efna. Þeir hleruðu símann minn í eitt ár útaf grunsemdum þar sem ég er nokkuð þekktur í Reykjavík fyrir svona rugl," segir Anton sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000 fyrir fíkniefnamisferli. „Ég hitti þennan Jón Halldór nítján sinnum en talaði aldrei við hann almennilega í síma. Ég bað hann bara alltaf um að hitta mig, stökk síðan út úr bílnum og talaði við hann þar." Í dómnum kemur fram að Anton hafi alfarið neitað sök í málinu og að enginn hinna hafi borið hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa" að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Þetta er Anton mjög ósáttur með og bendir á að einungis grunur lögreglu hafi legið til grundvallar sakfellingar. „Þetta hefur aldrei áður gerst á Íslandi og þeir sögðu við mig að þetta væri prófmál og það ætti að sjá hvað kæmi út úr þessu. Það bjuggust allir við sýknu en ég er ekkert að grenja þennan dóm. Þetta fer fyrir Hæstarétt og það getur ekki annað verið en að ég verði sýknaður þar, ef ekki þá fer þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu," sagði Anton að lokum en hann var staddur í 32 stiga hita á Spáni þegar Vísir náði af honum tali.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira