Höfuðpaurinn í kókaínmálinu segir dóminn hlægilegan 26. júní 2008 16:48 Anton Kristinn Þórarinsson er afar ósáttur með dóm Héraðsdóms frá því í dag. „Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt," segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. „Ég er dæmdur í tveggja ára fangelsi sem á ekki að vera hægt," segir Anton en efnunum var smyglað hingað til lands í tveimur ferðum frá Kaupmannahöfn sem farnar voru í byrjun október. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. „Það er enginn hinna sem nefnir nafnið mitt og það kemur hvergi fram að ég hafi verið eigandi þessara efna. Þeir hleruðu símann minn í eitt ár útaf grunsemdum þar sem ég er nokkuð þekktur í Reykjavík fyrir svona rugl," segir Anton sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000 fyrir fíkniefnamisferli. „Ég hitti þennan Jón Halldór nítján sinnum en talaði aldrei við hann almennilega í síma. Ég bað hann bara alltaf um að hitta mig, stökk síðan út úr bílnum og talaði við hann þar." Í dómnum kemur fram að Anton hafi alfarið neitað sök í málinu og að enginn hinna hafi borið hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa" að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Þetta er Anton mjög ósáttur með og bendir á að einungis grunur lögreglu hafi legið til grundvallar sakfellingar. „Þetta hefur aldrei áður gerst á Íslandi og þeir sögðu við mig að þetta væri prófmál og það ætti að sjá hvað kæmi út úr þessu. Það bjuggust allir við sýknu en ég er ekkert að grenja þennan dóm. Þetta fer fyrir Hæstarétt og það getur ekki annað verið en að ég verði sýknaður þar, ef ekki þá fer þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu," sagði Anton að lokum en hann var staddur í 32 stiga hita á Spáni þegar Vísir náði af honum tali. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt," segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. „Ég er dæmdur í tveggja ára fangelsi sem á ekki að vera hægt," segir Anton en efnunum var smyglað hingað til lands í tveimur ferðum frá Kaupmannahöfn sem farnar voru í byrjun október. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. „Það er enginn hinna sem nefnir nafnið mitt og það kemur hvergi fram að ég hafi verið eigandi þessara efna. Þeir hleruðu símann minn í eitt ár útaf grunsemdum þar sem ég er nokkuð þekktur í Reykjavík fyrir svona rugl," segir Anton sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000 fyrir fíkniefnamisferli. „Ég hitti þennan Jón Halldór nítján sinnum en talaði aldrei við hann almennilega í síma. Ég bað hann bara alltaf um að hitta mig, stökk síðan út úr bílnum og talaði við hann þar." Í dómnum kemur fram að Anton hafi alfarið neitað sök í málinu og að enginn hinna hafi borið hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa" að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Þetta er Anton mjög ósáttur með og bendir á að einungis grunur lögreglu hafi legið til grundvallar sakfellingar. „Þetta hefur aldrei áður gerst á Íslandi og þeir sögðu við mig að þetta væri prófmál og það ætti að sjá hvað kæmi út úr þessu. Það bjuggust allir við sýknu en ég er ekkert að grenja þennan dóm. Þetta fer fyrir Hæstarétt og það getur ekki annað verið en að ég verði sýknaður þar, ef ekki þá fer þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu," sagði Anton að lokum en hann var staddur í 32 stiga hita á Spáni þegar Vísir náði af honum tali.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira