Opið bréf til Davíðs Oddssonar 23. október 2008 15:40 Snorri Ásmundsson Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan. Opið bréf til Davíðs Oddssonar Kæri Davíð, Við lifum á spennandi umbrotatímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breytingar þroski okkur til hins betra. Fólkið í landinu hefur hingað til lagt fullt traust á stjórnvöld þegjandi og hljóðalaust og treyst þeim fyrir lífi sínu og það heldur enn í þá von að þau muni bjarga málunum. En nú erum við að vakna upp við vondan draum, við settum allt okkar í rangar hendur. Við erum því öll sek, fyrir að vera of leiðitöm. Þú, Davíð Oddsson, sem hefur stundum verið kallaður farsælasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu aldar ert líka sekur. Eðlilega ertu fullur af sektarkennd og vilt fyrir alla muni bæta fyrir brot þín, og það gerirðu með því að fela öðrum þér hæfari að taka til. Nú ættir þú að játa þig sigraðan. Játa þig sigraðan fyrir sjálfinu því sjálfið þitt er ekki bara hættulegt sjálfum þér heldur allri þjóðinni. Það er stór sigur sem vinnst við að viðurkenna vanmátt sinn. Þá fyrst á maður séns. Andstæðan við eigingirni er samkennd. Það er auðmýkjandi og mannbætandi að játa sig sigraðan og kæri Davíð þegar þú játar þig sigraðan byrjar þú stórkostlegt, andlegt ferðalag og einmitt núna þurfum við mest á andanum að halda því hann kemur í staðinn fyrir efnishyggjuna. Þetta eru undraverðir uppskerutímar þar sem græðgin og eigingirnin lenda í syndaflóðinu og andinn, auðmýktin og samhygðin fá að njóta sín. Ég er sammála þér að Alþingi ætti að leysa upp því það svaf líka á verðinum og það ætti að skipa þjóðstjórn fagmanna. Kæri Davíð ég skora á þig að gefast upp og segja starfi þínu lausu sem Seðlabankastjóri og opna faðm þinn fyrir andlega ferðalaginu. Treystu öðrum fyrir stjórninni og beindu stjórnsemi þinni á önnur og jákvæðari mið. Virðingarfyllst Snorri Ásmundsson Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan. Opið bréf til Davíðs Oddssonar Kæri Davíð, Við lifum á spennandi umbrotatímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breytingar þroski okkur til hins betra. Fólkið í landinu hefur hingað til lagt fullt traust á stjórnvöld þegjandi og hljóðalaust og treyst þeim fyrir lífi sínu og það heldur enn í þá von að þau muni bjarga málunum. En nú erum við að vakna upp við vondan draum, við settum allt okkar í rangar hendur. Við erum því öll sek, fyrir að vera of leiðitöm. Þú, Davíð Oddsson, sem hefur stundum verið kallaður farsælasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu aldar ert líka sekur. Eðlilega ertu fullur af sektarkennd og vilt fyrir alla muni bæta fyrir brot þín, og það gerirðu með því að fela öðrum þér hæfari að taka til. Nú ættir þú að játa þig sigraðan. Játa þig sigraðan fyrir sjálfinu því sjálfið þitt er ekki bara hættulegt sjálfum þér heldur allri þjóðinni. Það er stór sigur sem vinnst við að viðurkenna vanmátt sinn. Þá fyrst á maður séns. Andstæðan við eigingirni er samkennd. Það er auðmýkjandi og mannbætandi að játa sig sigraðan og kæri Davíð þegar þú játar þig sigraðan byrjar þú stórkostlegt, andlegt ferðalag og einmitt núna þurfum við mest á andanum að halda því hann kemur í staðinn fyrir efnishyggjuna. Þetta eru undraverðir uppskerutímar þar sem græðgin og eigingirnin lenda í syndaflóðinu og andinn, auðmýktin og samhygðin fá að njóta sín. Ég er sammála þér að Alþingi ætti að leysa upp því það svaf líka á verðinum og það ætti að skipa þjóðstjórn fagmanna. Kæri Davíð ég skora á þig að gefast upp og segja starfi þínu lausu sem Seðlabankastjóri og opna faðm þinn fyrir andlega ferðalaginu. Treystu öðrum fyrir stjórninni og beindu stjórnsemi þinni á önnur og jákvæðari mið. Virðingarfyllst Snorri Ásmundsson
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira