Tónlist

FM Belfast fær góða dóma

Hljómsveitin FM Belfast fær góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins NME fyrir frammistöðu sína á Iceland Airwaves.
Hljómsveitin FM Belfast fær góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins NME fyrir frammistöðu sína á Iceland Airwaves.

Hljómsveitin FM Belfast fær góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins NME fyrir tónleika sína á Iceland Airwaves-hátíðinni á laugardagskvöld. „Það var lítið sem gat heillað mann eftir að hafa horft gapandi á stóra fossa, heita hveri og grófgerða dalina. Þess vegna má þakka guði fyrir elektrópopparana í FM Belfast sem hrifu mann með kraftmikilli framkomu á myrkum tíma í sögu þjóðar sinnar," sagði í dómnum.

„Sveitin hljómaði eins og blanda af Lo-Fi-Fnk, Hot Chip og Sykurmolunum með lögum sem fjalla um það að hlaupa niður götuna á nærfötunum einum saman. Með þeim á svið komu síðan að því er virtist allir úr heimaböndunum sem höfðu spilað um helgina, þar á meðal Retro Stefson og Benni Hemm Hemm. Eftir á gat maður ekki annað en fundið fyrir væntumþykju gagnvart náunganum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×