Viðskipti erlent

Danir ásaka Norðmenn um undirboð á þorskmarkaði

Verð á þorski hefur fallið um 20% á Evrópumörkuðum á skömmum tíma og þetta hefur leitt til þess að Danir ásaka nú Norðmenn um undirboð á markaðinum.

Kurt Madsen formaður danska fiskframleiðenda segir að hið dramatíska verðfall á þorski undanfarnar vikur skýrist að hluta til af því að Norðmenn undirbjóði sinn þorsk á markaðinum. Þetta kemur fram í dönskum fjölmiðlum í morgun og jafnframt er greint frá því að Danir vilji að framkvæmdanefnd Evrópusambandsins rannsaki málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×