Lífið

Ráðherrarnir fá að sofa út

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnarfundur hefst í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu núna klukkan hálf ellefu. Sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að öllu jöfnu hefjast þeir klukkan hálf tíu á morgnana. Ráðherrarnir okkar fá því að sofa aðeins lengur út þennan kalda og dimma föstudagsmorgun.

Á fundinum verður væntanlega rætt um hið nýsamþykkta frumvarp Björgvins G. Sigurðsson sem snýr að gjaldeyrislögum. Frumvarpið var rætt langt frameftir nóttu, en það var samþykkt á fimmta tímanum í morgun.

Ríkisstjórnin mun því mæta galvösk í ráðherrabústaðinn um hálf ellefu leytið og fara yfir málin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.