Erlent

Íslendingur stunginn í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn. Mynd/ Team Event.
Frá Kaupmannahöfn. Mynd/ Team Event.

Átök í söluturni við Vesturbrú í Kaupmannahöfn í nótt enduðu með því að 25 ára gamall Íslendingur sem þar var staddur var stunginn sjö sinnum með hníf. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn. Maðurinn var stunginn í handleggina, bakið og brjóstið, en er ekki talinn í lífshættu.

Íslendingurinn var nýkominn úr Tívolí og kom við í söluturni í Bobbys Kiosk við Colbjørnsensgade. Þar lenti hann í átökum við tvo unga menn sem enduðu með því að 17 ára gamall maður stakk hann með hníf. Sá sem fyrir árásinni varð hljóp út úr söluturninum og að næsta lögreglubíl. Lögregluþjónar veittu manninum fyrstu hjálp í aftursæti bílsins þar til sjúkrabíll kom að og ók manninum á sjúkrahús.

Stuttu síðar voru árásarmennirnir, eigandi söluturnsins, sem er tuttugu og eins ár gamall, og 17 ára gamall félagi hans handteknir. Þeir verða að öllum líkindum úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag og kærðir fyrir morðtilraun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×