Erlent

Ísbirnir settir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu

Bandarísk stjórnvöld hafa sett ísbirni á listann yfir dýr í útrýmingarhættu. Ástæðan er hve heimskautaísinn við Norðurpólinn bráðnar hratt.

Telja bandarískir vísindamenn nú að um tveir-þriðjuhlutar ísbjarna í heiminum verði horfnir árið 2050. Stofninn telur nú um 25.000 dýr.

Samhliða þessari ákvörðun tóku stjórnvöldin skýrt fram að hún myndi ekki leiða til þess að Bandaríkjamenn myndu leggja meira af mörkum til að draga úr hlýnun heimsins. Olli þetta umhverfisverndarsamtökum vestanhafs miklum vonbrigðum sem vilja gera meir til að bjarga ísbirninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×