Klitschko mætir Thompson annað kvöld 11. júlí 2008 17:52 Thompson og Klitschko horfast í augu á blaðamannafundi í Hamburg NordcPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00. Klitschko er 32 ára gamall og sameinaði WBO og IBF titlana þegar hann lagði Sultan Ibragimov í New York í febrúar sl. Klitschko hefur barist 50 sinnum á ferlinum og unnið 44 þeirra á rothöggi og tapað aðeins þrisvar. Thompson er 36 ára og hefur barist 31 sinni á ferlinum. Hann hefur tapað aðeins einu sinni. Hann hefur unnið 19 af bardögum sínum á rothöggi og er fremsti áskorandinn í WBO deildinni. Klitschko á raunar ekki sérstakar minningar frá viðureignum sínum við Thompson, því Bandaríkjamaðurinn var æfingafélagi hans fyrir sögulegan bardaga Klitschko gegn Corrie Sanders árið 2003. Sá bardagi var rétt búinn að binda enda á feril Klitschko, sem tapaði mjög óvænt á rothöggi í annari lotu. Síðan hefur Úkraínumaðurinn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hefur unnið alla átta bardaga sína síðan. "Ég er búinn að gleyma þessum bardaga, en síðan hef ég sannarlega lært að þú mátt ekki vanmeta andstæðinga þína," sagði Klitschko. Thompson man vel eftir því þegar hann var andstæðingur Úkraínumannsins á sínum tíma, en segir allt aðra stöðu uppi á teningnum nú. "Ég er hundrað sinnum betri í dag en ég var þá, en hann var aftur á móti upp á sitt besta á þeim tíma. Mér er því alveg sama hvort hann man eftir mér eða ekki," sagði Thompson. Segja má að þeir Klitschko og Thompson gætu ekki komið úr ólíkari áttum, því á meðan Klitschko er moldríkur, menntaður og kemur af efnuðu og vel settu fólki - ólst Bandaríkjamaðurinn upp í fátækrahverfi á meðan faðir hans sat í fangelsi. Box Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00. Klitschko er 32 ára gamall og sameinaði WBO og IBF titlana þegar hann lagði Sultan Ibragimov í New York í febrúar sl. Klitschko hefur barist 50 sinnum á ferlinum og unnið 44 þeirra á rothöggi og tapað aðeins þrisvar. Thompson er 36 ára og hefur barist 31 sinni á ferlinum. Hann hefur tapað aðeins einu sinni. Hann hefur unnið 19 af bardögum sínum á rothöggi og er fremsti áskorandinn í WBO deildinni. Klitschko á raunar ekki sérstakar minningar frá viðureignum sínum við Thompson, því Bandaríkjamaðurinn var æfingafélagi hans fyrir sögulegan bardaga Klitschko gegn Corrie Sanders árið 2003. Sá bardagi var rétt búinn að binda enda á feril Klitschko, sem tapaði mjög óvænt á rothöggi í annari lotu. Síðan hefur Úkraínumaðurinn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hefur unnið alla átta bardaga sína síðan. "Ég er búinn að gleyma þessum bardaga, en síðan hef ég sannarlega lært að þú mátt ekki vanmeta andstæðinga þína," sagði Klitschko. Thompson man vel eftir því þegar hann var andstæðingur Úkraínumannsins á sínum tíma, en segir allt aðra stöðu uppi á teningnum nú. "Ég er hundrað sinnum betri í dag en ég var þá, en hann var aftur á móti upp á sitt besta á þeim tíma. Mér er því alveg sama hvort hann man eftir mér eða ekki," sagði Thompson. Segja má að þeir Klitschko og Thompson gætu ekki komið úr ólíkari áttum, því á meðan Klitschko er moldríkur, menntaður og kemur af efnuðu og vel settu fólki - ólst Bandaríkjamaðurinn upp í fátækrahverfi á meðan faðir hans sat í fangelsi.
Box Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Sjá meira