Erlent

Nýtt lyf gegn krabbameini í blöðruhálsi

Nýtt lyf hefur fundist sem vinnur gegn illkynjaðasta afbrigðinu af krabbameini í blöðruhálsi.

Vísindamenn segja að lyfið geti læknað allt að 80% þeirra sem þjást af þessu afbrigði sjúkdómsins en hingað til hafa nær allir látist sem fengið hafa þennan sjúkdóm.

Talið er að lyfið verði komið á markað í pilluformi innan tveggja til þriggja ára. Sem stendur er verið að prófa lyfið á um 1.200 sjúklingum víða um heiminn. Samkvæmt frásögn í BBC greinast um 10.000 Bretar á hverju ári með þetta afbrigði krabbameinsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×