Erlent

Risaskip rétt skreið undir Stórabeltisbrúna

Óli Tynes skrifar
Skipið er 160 þúsund tonn.
Skipið er 160 þúsund tonn.

Það mátti ekki miklu muna þegar risaskipið Independence of The Seas sigldi undir Stórabeltisbrúna á dögunum. Skipið er glænýtt.

Það var á leið til Oslóar en þaðan fer það í jómfrúarsiglingu sína með 1500 valda boðsgesti. Skipið tekur hinsvegar 4000 farþega.

Independence of The Seas er 160 þúsund tonn að stærð. Hæsti punktur þess er 63,4 metra yfir sjávarmáli en lofthæð undir stórabeltisbrúnni er 65 metrar. Skipið mun einkum sigla um Miðjarðarhafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×