Lífið

Laus við kreppuáhyggjur

Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson.
Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson.

„Náttúruleg hráefni og notagildi með sterka skírskotun í okkar íslensku arfleið. Langstærsti hlutinn, kjarninn í línunni okkar samanstendur af flíkum og fylgihlutum úr íslenskri ull," svarar Bergþóra Guðnadóttir hönnuður aðspurð hvað fyrirtækið Farmersmarket, sem er í hennar eigu og eiginmanns hennar, Jóels Pálssonar, leggur áherslu á.

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona í fatnaði frá Farmers market.

Finnið þið fyrir kreppunni? „Enn sem komið er finnum við ekki mikið fyrir kreppunni. Við fjármögnum fyrirtækið okkar sjálf, uppá gamla móðinn og erum því ekki alveg eins háð bönkunum og sumir aðrir. En vissulega verður ástandið erfiðara ef þetta heldur lengi svona áfram," segir Bergþóra.

„Við seljum vöruna í verslunum í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Póllandi, Svíþjóð, Danmörku og Grænlandi."

„Ekki má gleyma nýrri verslun Kisunnar í Soho hverfinu í New York sem er með alla vörulínuna í sölu."

„Hér heima erum með verslun sjálf í tengslum við vinnustofuna okkar á Eyjarslóð 9. Einnig seljum í Kisunni og Kraum í miðbænum auk nokkurra valinna ferðamannastaða eins og Bláa Lóninu, Leifsstöð, Bókval á Akureyri og Geysi í Haukadal," segir Bergþóra að lokum.

Hér er glæsileg heimasíða Farmers market.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.