Lífið

Ekki stórir peningar í þessu, segir Sigurjón Kjartansson

Sigurjón Kjartansson handritshöfundur.
Sigurjón Kjartansson handritshöfundur.

Norka ríkissjónvarpið NRK hefur fest kaup á sjónvarpsþáttaröðinni Pressan eftir Óskar Jónasson og Sigurjón Kjartansson sem sýnd var á Stöð 2 við gífurlegar vinsældir snemma á þessu ári.

 

„Vissulega er þetta ánægjulegt. Pressan hefur verið í einhverri dreifingu og Norðmenn eru fyrstir til að á bíta á agnið," segir Sigurjón Kjartansson handritshöfundur þegar Vísir óskar honum til hamingju.

Færðu góðan pening frá Norðmönnum í kjölfar sölunnar?

 

„Pening? Nei ég held að ég geti lofað þér að það verður ekki. Það eru ekki stórir peningar í þessu. Ekki þegar verið er að tala um Skandinavíu lönd. Stærsti markaðurinn er Þýskaland því hann er fjölmennur," segir Sigurjón að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.