Viðskipti innlent

Century Aluminum hækkar mest annan daginn í röð

Úr álveri Norðuráls á Grundartanga.
Úr álveri Norðuráls á Grundartanga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um tæp 3,4 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og annar dagurinn í röð sem gengi bréfa í félaginu tekur stökk uppá við. Þá hækkaði gengi bréfa í Eimskipafélaginu um tæp tvö prósent á sama tíma. Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um rétt tæpt prósent og Landsbankansum um rúm 0,6 prósent.

Á sama tíma féll gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum um sex prósent en fyrirtækið greindi frá því í gær að félagið hefði hætt olíuleit á Hook Head-svæðinu. Þá féll gengi bréfa í Eik banka um þrjú prósent.

Gengi bréfa í Færeyjabanka, Atorku og Spron lækkaði um rúmt prósent en önnur minna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,38 prósent og stendur hún í 4.244 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×