Fótbolti

Mikilvægt stig hjá Sundsvall

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ari Freyr Skúlason, leikmaður Sundsvall.
Ari Freyr Skúlason, leikmaður Sundsvall.
Íslendingaliðið Sundsvall náði sér í mikilvægt stig er liðið gerði markalaust jafntefli við Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson léku báðir allan leikinn fyrir Sundsvall í dag en Sverrir Garðarsson er frá vegna meiðsla.

Sundsvall er nú í þriðja neðsta sæti deildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir Ljungskile.

Botnlið Norrköping tapaði í dag fyrir Helsingborg, 4-3. Gunnar Þór Gunnarsson var ekki í liði Norrköping í dag, né heldur Ólafur Ingi Stígsson hjá Helsinborg vegna meiðsla.

Topplið Kalmar fagnaði enn einum sigrinum í dag er liðið vann Hammarby, 2-1. Kalmar er nú með sjö stiga forskot á Elfsborg í efsta sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið á reyndar einn leik til góða.

Helsingborg er í þriðja sæti með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×