Innlent

Íslendingurinn sem var stunginn gekkst undir aðgerð í nótt

Maðurinn sem var stunginn ítrekað með hníf í söluturni við Colbjørnsensgade í Kaupmannahöfn í gærkvöld er enn á sjúkrahúsi, samkvæmt upplýsingum frá Þóri Jökli Þorsteinssyni, sendiráðspresti í Kaupmannahöfn.

Þórir segir að maðurinn hafi gengist undir aðgerð í nótt og sé nú að jafna sig. Þórir segir að maðurinn hafi verið býsna brattur fyrir aðgerðina og náð að hringja heim í unnustu sína. Lögregla tók skýrslu af manninum í morgun.

Mennirnir tveir sem að árásinni stóðu eru 17 og 21 árs gamlir. Lögreglan hefur yfirheyrt þá í dag.

Tengdar fréttir

Íslendingur stunginn í Kaupmannahöfn

Átök í söluturni við Vesturbrú í Kaupmannahöfn í nótt enduðu með því að 25 ára gamall Íslendingur sem þar var staddur var stunginn sjö sinnum með hníf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×