Innlent

Ekki skemmdarverk á strætóskýlum

Hér má sjá auglýsinguna sem um ræðir fyrir og eftir hreinsun.
Hér má sjá auglýsinguna sem um ræðir fyrir og eftir hreinsun.

Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ekki sé um skemmdarverk að ræða því þarna er á ferðinni nýstárleg og óhefðbundin notkun á hinum hefðbundnu auglýsignaskiltum.

Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan:

„Að gefnu tilefni vill AFA JCDecaux á Íslandi, sem annast rekstur auglýsingaskilta víða um borgina, koma eftirfarandi á framfæri:

Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarendur haft samband við fyrirtækið vegna meintra skemmdarverka á auglýsingaskiltum fyrirtækisins. Þessir velviljuðu borgarar hafa hringt til að láta vita af veggspjöldum með slagorðinu Skítt með kerfið sem límd hafa verið yfir aðrar auglýsingar, að því er virðist í leyfisleysi. Einhverjir gengu þó skrefinu lengra og höfðu frumkvæði að því að hreinsa veggspjöldin kerfisbundið af auglýsingaskiltunum, vafalaust af góðum hug.

Vegna þessa skal áréttað að ekki er hér um skemmdarverk að ræða heldur nýstárlega og óhefðbundna notkun á hinum hefðbundnu auglýsingaskiltum. Notkunin er með fullu samþykki AFA JCDecaux og auglýsandinn greiðir fullt verð fyrir afnotin af skiltunum.

Það er ánægjuleg þróun að vegfarandur fylgist náið með umhverfi sínu og bregðist við ef þörf krefur. Við skorum hins vegar á fólk að hafa samband við okkur áður en gripið verður til "hreinsunaraðgerða" vegna auglýsinga á okkar vegum í framtíðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×