Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar lítillega á alþjóðamörkuðum

Dýr olíudropi upp á síðkastið hefur dregið mjög úr eftirspurn úti í hinum stóra heimi.
Dýr olíudropi upp á síðkastið hefur dregið mjög úr eftirspurn úti í hinum stóra heimi.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað lítillega í dag þrátt fyrir væntingar um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist á milli vikna. Þá er sömuleiðis reiknað með því að dregið hafi úr eftirspurn eftir olíu og eldsneyti, svo sem í Kína.

Verðið hækkaði um 21 sent á markaði í Bandaríkjunum og fór hráolíuverðið í 114,74 dali á tunnu. Þá hækkaði Brentolía, sem afhent verður í október, um 33 sent í Lundúnum og stendur nú í 113,58 dölum á hlut. Í júlí síðastliðnum rauk olíuverðið í rúma 147 dali á tunnu og hafði olíudropinn þá aldrei verið dýrari.

Fréttaveita Reuters segir væntingar uppi um að olíubirgðir vestanhafs muni aukast um átta hundruð þúsund tunnur á milli vikna. Hins vegar er því spá að eldsneytisbirgðir muni dragast saman um 2,7 milljónir tunna á sama tíma.

Bandaríska orkumálaráðuneytið birtir vikulega skýrslu sína um birgðastöðu landsins síðar í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×