Viðskipti erlent

Tap á rekstri JJB Sports og enginn arður greiddur

Tap varð á rekstri JJB Sports í Bretlandi á fyrri helmingi uppgjörsársins. Nam tapið um 45 milljónum kr. og verður enginn arður greiddur til hluthafa af þeim sökum. Exista á um 14% í félaginu.

JJB Sports er næststærsta verslunarkeðjan með sportfatnað í Bretlandi og í tilkynningu um uppgjörið segir að keðjan hafi ekki farið varhluta af niðursveiflunni í efnahagslífi landsins. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður af rekstrinum upp á hátt í tæplega 1,4 milljaða kr.

Salan í ár minnkaði um 5,6% og munar þar mikið um að enska landsliðið náði ekki að komast á Evrópumótið í fótbolta í sumar. Af þeim sökum snarminnkaði salan á landsliðsbolum og treyjum hjá JJB Sports.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×