Viðskipti innlent

Landsbankinn selur Merrion Capital

Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjórar Landsbankans, um það leyti sem Landsbankinn keypti Merrion árið 2005.
Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjórar Landsbankans, um það leyti sem Landsbankinn keypti Merrion árið 2005.
Stjórn írska verðbréfafyrirtækisins Merrion Capital hefur keypt hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp, að sögn írska dagblaðsins Independent. Landsbankinn keypti fyrst hlut í verðbréfafyrirtækinu árið 2005 og jók við sig upp frá því. Hlutur Landsbankans nemur nú 84 prósentum. Til stóð að Straumur keypti erlenda starfsemi Landsbankans á Bretlandseyjum, þar á meðal Merrion, um mánaðamótin síðustu fyrir 380 milljónir evra. Þeim samningi var rift á föstudag eftir að Landsbankinn fór í þrot og þjóðnýttur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×