Einhverjir virðast hafa saknað okkar 4. september 2008 03:30 Tindersticks ætla að spila öll sín þekktustu lög á Nasa 11. september. Ljósmynd/Richard Dumas Breska hljómsveitin Tindersticks heldur tónleika á Nasa 11. september næstkomandi Af því tilefni sló Trausti Júlíusson á þráðinn til söngvarans Stuart Staples sem var staddur á heimili sínu í Limousin í Frakklandi. Hljómsveitin Tindersticks var stofnuð árið 1992 í Nottingham í Englandi. Hún vakti snemma athygli og var fyrsta platan hennar Tindersticks sem kom út 1993 meðal annars valin plata ársins af blaðamönnum Melody Maker og Nick Cave bauð Tindersticks á tónleikaferð með sér. Næstu plötur þóttu sömuleiðis frábærar. Árið 2003 dró sveitin sig hins vegar í hlé og Stuart Staples einbeitti sér að sólóferli, en svo komu Tindersticks mörgum að óvörum með nýja plötu í vor. Ég spurði Stuart fyrst út í þessa endurkomu: „Þegar við ákváðum að hætta 2003 þá var það augljóst að við þurftum að taka okkur hlé. Ég var með tvær litlar hugmyndir sem mig langaði að framkvæma og þær urðu að þessum tveimur sólóplötum. Lucky Dog Recordings var litla tilraunakennda platan og Leavings Songs var „singer-songwriter" platan. Ég var eiginlega búinn að klára þann pakka með þeim og það var ekkert sérstakt fram undan. Við ákváðum að prófa að búa til tónlist saman aftur, en það var aldrei sest niður og sagt: Nú endurvekjum við sveitina. Þetta gerðist í litlum skrefum, en það gerðist frekar hratt." Nýja platan ykkar, The Hungry Saw, kom út í apríl lok. Var auðvelt að gera hana? „Ég held að það eigi aldrei að vera auðvelt að búa til plötu, en það var gott flæði í gangi. Við ákváðum líka að við ætluðum ekki að streða við hana og þetta gekk mjög vel. Hljóðritunin sjálf tók ekki nema átta daga, ef hún hefði tekið lengri tíma þá hefði verið eitthvað að."Áhrifamikil sveitStuart Staples Söngvari Tindersticks er spenntur fyrir því að koma til Íslands.Tindersticks vakti á sínum tíma athygli fyrir dálæti sitt á gamaldags upptökuaðferðum og óvenjulegri hljóðfæraskipan. Sveitin notaði til dæmis fiðlu, klukkuspil, víbrafón og blásturshljóðfæri eins og fagott og klarinett. Í dag eru þessi sömu hljóðfæri vinsæl meðal ungra tónlistarmanna og margir þeirra velja líka að taka upp með gömlu aðferðinni. Ég spyr Stuart hvort þetta sé ekki sönnun þess að Tindersticks hafi haft umtalsverð áhrif. Hann hlær við:„Ég veit það ekki. Ég eyði nú ekki tíma mínum í að velta því fyrir mér, en það er rétt að tónlistin hefur verið að breytast og sérstaklega yngri tónlistarmenn hafa verið að þróast frá því að nota tölvur sem er gott mál. Við höfum alltaf trúað á snertinguna við alvöru hljóðfæri og ef við eigum einhvern örlítinn þátt í þessari þróun þá fagna ég því."Það eru fimmtán ár síðan fyrsta Tindersticks-platan kom út. Á þeim tíma hefur plötuútgáfubransinn breyst mikið. Hvað finnst þér um stöðuna í dag. Notar þú sjálfur MP3-skrár mikið þegar þú hlustar á tónlist?„Ég reyni að ná í plötur á vínyl ef það er möguleiki, en ég er líka hrifinn af MP3 til dæmis ef ég er í bílnum eða eldhúsinu. Það góða við þetta er þetta aukna aðgengi að tónlist. Það er stórkostlegt. Vandamálið er að tónlistarmenn fá ekki greitt fyrir vinnu sína. Aðaláskorunin í dag er að finna leið til þess þar sem það eru áhugaverðustu tónlistarmennirnir sem selja ekki glás af plötum sem verða helst fyrir barðinu á niðurhali."Lög frá öllum ferlinumEr þá kannski mikilvægara að spila á tónleikum nú en áður? „Við höfum alltaf verið stór hljómsveit og erum enn stærri í dag en áður þannig að hjá okkur er þetta bara spurning um hvað við höfum efni á að hafa marga með á sviðinu. En það hefur alltaf verið mjög mikilvægt fyrir okkur að spila á tónleikum."Í framhaldinu spyr ég hann hvað það verði margir á sviðinu á Nasa. Hann segir mér að það verði sjö eða átta og að sveitin muni spila efni frá öllum ferlinum. Ég spyr hann hvernig tónleikaferðin hafi gengið það sem af er: „Þegar við byrjuðum árið höfðum við ekki spilað neitt í fimm ár þannig að við vissum ekki hvort fólk mundi yfirleitt koma á tónleikana okkar. Það hefur hins vegar gengið frábærlega hingað til og móttökurnar hafa virkilega komið okkur á óvart. Það er engu líkara en að einhverjir hafi saknað okkar!"Ég segi honum að það sé nú ekki spurning og spyr hann að lokum hvernig honum lítist á að vera að koma til Íslands?„Jú, þetta er í fyrsta skipti og við erum mjög spenntir. Fyrir okkur sem búum í Evrópu hefur Ísland yfir sér leyndardómsfullan blæ og það verður gaman að upplifa það í raun og veru og bera saman við hugmyndirnar sem maður hefur." Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Breska hljómsveitin Tindersticks heldur tónleika á Nasa 11. september næstkomandi Af því tilefni sló Trausti Júlíusson á þráðinn til söngvarans Stuart Staples sem var staddur á heimili sínu í Limousin í Frakklandi. Hljómsveitin Tindersticks var stofnuð árið 1992 í Nottingham í Englandi. Hún vakti snemma athygli og var fyrsta platan hennar Tindersticks sem kom út 1993 meðal annars valin plata ársins af blaðamönnum Melody Maker og Nick Cave bauð Tindersticks á tónleikaferð með sér. Næstu plötur þóttu sömuleiðis frábærar. Árið 2003 dró sveitin sig hins vegar í hlé og Stuart Staples einbeitti sér að sólóferli, en svo komu Tindersticks mörgum að óvörum með nýja plötu í vor. Ég spurði Stuart fyrst út í þessa endurkomu: „Þegar við ákváðum að hætta 2003 þá var það augljóst að við þurftum að taka okkur hlé. Ég var með tvær litlar hugmyndir sem mig langaði að framkvæma og þær urðu að þessum tveimur sólóplötum. Lucky Dog Recordings var litla tilraunakennda platan og Leavings Songs var „singer-songwriter" platan. Ég var eiginlega búinn að klára þann pakka með þeim og það var ekkert sérstakt fram undan. Við ákváðum að prófa að búa til tónlist saman aftur, en það var aldrei sest niður og sagt: Nú endurvekjum við sveitina. Þetta gerðist í litlum skrefum, en það gerðist frekar hratt." Nýja platan ykkar, The Hungry Saw, kom út í apríl lok. Var auðvelt að gera hana? „Ég held að það eigi aldrei að vera auðvelt að búa til plötu, en það var gott flæði í gangi. Við ákváðum líka að við ætluðum ekki að streða við hana og þetta gekk mjög vel. Hljóðritunin sjálf tók ekki nema átta daga, ef hún hefði tekið lengri tíma þá hefði verið eitthvað að."Áhrifamikil sveitStuart Staples Söngvari Tindersticks er spenntur fyrir því að koma til Íslands.Tindersticks vakti á sínum tíma athygli fyrir dálæti sitt á gamaldags upptökuaðferðum og óvenjulegri hljóðfæraskipan. Sveitin notaði til dæmis fiðlu, klukkuspil, víbrafón og blásturshljóðfæri eins og fagott og klarinett. Í dag eru þessi sömu hljóðfæri vinsæl meðal ungra tónlistarmanna og margir þeirra velja líka að taka upp með gömlu aðferðinni. Ég spyr Stuart hvort þetta sé ekki sönnun þess að Tindersticks hafi haft umtalsverð áhrif. Hann hlær við:„Ég veit það ekki. Ég eyði nú ekki tíma mínum í að velta því fyrir mér, en það er rétt að tónlistin hefur verið að breytast og sérstaklega yngri tónlistarmenn hafa verið að þróast frá því að nota tölvur sem er gott mál. Við höfum alltaf trúað á snertinguna við alvöru hljóðfæri og ef við eigum einhvern örlítinn þátt í þessari þróun þá fagna ég því."Það eru fimmtán ár síðan fyrsta Tindersticks-platan kom út. Á þeim tíma hefur plötuútgáfubransinn breyst mikið. Hvað finnst þér um stöðuna í dag. Notar þú sjálfur MP3-skrár mikið þegar þú hlustar á tónlist?„Ég reyni að ná í plötur á vínyl ef það er möguleiki, en ég er líka hrifinn af MP3 til dæmis ef ég er í bílnum eða eldhúsinu. Það góða við þetta er þetta aukna aðgengi að tónlist. Það er stórkostlegt. Vandamálið er að tónlistarmenn fá ekki greitt fyrir vinnu sína. Aðaláskorunin í dag er að finna leið til þess þar sem það eru áhugaverðustu tónlistarmennirnir sem selja ekki glás af plötum sem verða helst fyrir barðinu á niðurhali."Lög frá öllum ferlinumEr þá kannski mikilvægara að spila á tónleikum nú en áður? „Við höfum alltaf verið stór hljómsveit og erum enn stærri í dag en áður þannig að hjá okkur er þetta bara spurning um hvað við höfum efni á að hafa marga með á sviðinu. En það hefur alltaf verið mjög mikilvægt fyrir okkur að spila á tónleikum."Í framhaldinu spyr ég hann hvað það verði margir á sviðinu á Nasa. Hann segir mér að það verði sjö eða átta og að sveitin muni spila efni frá öllum ferlinum. Ég spyr hann hvernig tónleikaferðin hafi gengið það sem af er: „Þegar við byrjuðum árið höfðum við ekki spilað neitt í fimm ár þannig að við vissum ekki hvort fólk mundi yfirleitt koma á tónleikana okkar. Það hefur hins vegar gengið frábærlega hingað til og móttökurnar hafa virkilega komið okkur á óvart. Það er engu líkara en að einhverjir hafi saknað okkar!"Ég segi honum að það sé nú ekki spurning og spyr hann að lokum hvernig honum lítist á að vera að koma til Íslands?„Jú, þetta er í fyrsta skipti og við erum mjög spenntir. Fyrir okkur sem búum í Evrópu hefur Ísland yfir sér leyndardómsfullan blæ og það verður gaman að upplifa það í raun og veru og bera saman við hugmyndirnar sem maður hefur."
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira