Lífið

Kvennastjórnartíðindi eru komin út

Fyrsta tölublað Kvennastjórnartíðinda er komið út. Ritið er gefið út af Neyðarstjórn kvenna og er málgagn hreyfingarinnar.

Á heimasíðu samtakanna segir að Neyðarstjórn kvenna sé hópur kvenna sem hefur ákveðið, með almannaheill í fyrirrúmi, að mynda neyðarstjórn yfir landinu enda hafa valdhafar sýnt fram á ótvírætt vanhæfi.

„Hópurinn er opinn öllum konum sem langar að leggja sitt af mörkum til að byggja upp samfélag þar sem jafnræði kvenna og karla ríkir á öllum sviðum."

Aðalviðmælandi í fyrsta tölublaði er hagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir. Hægt er að nálgast ritið á heimasíðu Neyðarstjórnarinnar og er fólk hvatt til þess að prenta það út og dreifa því sjálft.

„Prentið eintök og takið með í mótmælin, vinnuna, kaffihúsið, bókasafnið, skólann og berið í næstu 10 hús í nágrenni við ykkur!!!," segir á síðunni.

Ritið má nálgast hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.