Erlent

Vilja skjóta sér leið inn í Burma

Óli Tynes skrifar
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sagði á fundi með fréttamönnum í dag að alþjóða samfélagið yrði að skoða þann möguleika að skjóta sér leið inn í Burma til þess að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna fellibylsins sem þar gekk yfir fyrir rúmri viku.

Herforingjastjórnin hefur ekki viljað hleypa erlendum hjálparsveitum inn í landið, og hefur gert upptæk hjálpargögn sem hafa verið flutt þangað með flugvélum.

Breska blaðið Daily Telegraph segir í dag að embættismenn herforingjastjórnarinnar séu farnir að selja hjálpargögnin á svörtum markaði.

Utanríkisráðherra Frakklands sagði fyrir helgi að Frakkar vildu beita fyrir sig ákvæðinu um "skyldu til þess að hjálpa," sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 2005.

Ákvæðið tekur til þess að alþjóða samfélaginu beri skylda til þess að hjálpa fólki í hörmungum, ef viðkomandi stjórnvöld geta það ekki eða vilja.

Í slíkum tilfellum kynni að vera beitt vopnavaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×