Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem rekur álverið á Grundartanga, hækkaði um 4,46 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Marel Food Systems og Össur hafa lækkað á sama tíma.
Gengi bréfa í Marel hefur lækkað um 1,30 prósent og í Össuri um 0,5 prósent.
Sex viðskipti hafa átt sér stað í Kauphöllinni upp á 41,5 milljón króna.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,1 prósent og stendur hún í 635 stigum.