Lífið

Þakklátur landi og þjóð

Ernesto þakkar landi og þjóð, Smellinn og Akranesi í auglýsingablaðinu Póstinum.
Ernesto þakkar landi og þjóð, Smellinn og Akranesi í auglýsingablaðinu Póstinum.

„Það virtist vera sama hvað gekk á, Ernesto sagðist hvergi annars staðar vilja vera," segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, starfsmannastjóri BM Vallár - Smellinn um Ernesto Riberio sem starfaði hjá fyrirtækinu um árabil. Ernesto hóf störf hjá Smellinn á Akranesi í apríl 2005, en þegar kreppan skall á og fækka þurfti starfsmönnum þurfti hann frá að hverfa. Síðastliðinn mánudag fór hann aftur til síns heimalands, Portúgal, en áður en hann fór setti hann auglýsingu í Póstinn á Akranesi þar sem hann þakkar vinnustaðnum, Akranesi, landi og þjóð fyrir sig.

„Hann var með fyrstu útlendingunum sem við fengum til starfa og var mjög góður starfskraftur. Hann var bæði duglegur, mætti vel og var aldrei veikur. Við hefðum gjarnan viljað hafa hann áfram," segir Steinunn, en starfsfólki hafði verið fækkað töluvert áður kom til uppsagnar Ernesto.

„Það er mjög gaman að sjá að þessi dvöl hafi verið svona ánægjuleg. Fyrir okkur sem vinnuveitendur og samfélagið á Akranesi er gott að honum hafi fundist hann velkominn," segir Steinunn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.