Lífið

Ókeypis á útgáfutónleika Nýdanskrar

Hljómsveitin Ný dönsk í góðu glensi á 10. áratug seinustu aldar.
Hljómsveitin Ný dönsk í góðu glensi á 10. áratug seinustu aldar.

Hljómsveitin Nýdönsk býður landsmönnum á útgáfutónleika sína í Nasa næstkomandi laugardag, 25. október. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og þurfa áhugasamir að vippa sér í Skífubúðirnar í Kringlunni eða Laugavegi til að nálgast boðsmiða á tónleikana. 

Miðarnir eru í formi grímu sem gerð hefur verið eftir manninum sem prýðir umslag nýja geisladisksins sem ber nafnið Turninn.

Þá hefur hljómsveitin , sem verður 21 árs á árinu, hefur einnig opnað heimasíðu á slóðinni www.nydonsk.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.