Miklu kraftmeiri en Nylon 25. júlí 2008 08:00 Stúlknasveitin Kári? gæti orðið næsta stórmál í íslensku poppi. Frá vinstri eru þær Lilja, Silvía, Auður og Margrét. Fréttablaðið/Auðunn Stúlknasveitin Kári? gæti orðið næsta stórmál í íslenska poppinu. Sveitina skipa fjórar stúlkur fæddar 1993, þær Silvía, Auður, Lilja og Margrét. Tvær koma úr Árbænum, ein úr Grafarvogi og ein frá Norðlingaholti. Þetta er því ekta úthverfaband. „Þetta er popprokk hjá okkur, eitthvað svoleiðis," segir Silvía. „Við kynntumst á Sönglist, námskeiði hjá Borgarleikhúsinu, og okkur langaði bara til að stofna svona hljómsveit. Þetta vantaði alveg hérna á Íslandi. Við erum ekkert líkar Nylon enda búum við til lögin okkar sjálfar og við erum kraftmeiri en þær. Við erum ekki alveg jafn miklir ljúflingar og þær. Við syngjum ekki með spariröddunum. Við gætum þó alveg sungið með spariröddunum ef við værum með einhver sparilög." Fyrir síðustu jól sömdu stelpurnar fyrsta lagið sitt, jólalagið Jól án þín. Þær mættu galvaskar í jólaþorpið í Hafnarfirði þar sem Gunni og Felix voru að skemmta. „Þær komu nú bara og báðu um að fá að syngja lagið sitt á sviðinu," segir Gunnar Helgason. „Það var nú auðsótt mál. Við Felix féllum alveg í stafi yfir þessu hjá þeim, þetta var svo gott. Ég hvatti þær eindregið til að halda áfram og síðan höfum við verið í sambandi. Ég el nú ekki þann draum í brjósti mér að vera einhver Einar Bárðarson en ef ég gerði það myndi ég tvímælalaust verða umboðsmaðurinn þeirra. Ég sé mikla framtíð í þessu hjá þeim. Þær syngja mjög vel og af fullum krafti. Það er gaman að sjá svona ungar stelpur standa svona keikar og syngja fullar sjálfstrausts." Silvía segir þær stelpurnar hafa samið slatta af lögum síðan - lög eins og Ég veit hvað ég vil, Það sem þú gerðir og Friends Forever - og þær fengu Hall Ingólfsson til að búa til undirspil. Með þetta ætla þær að troða upp á næstunni - „Draumurinn er auðvitað að gera plötu, en fyrst er að stofna Myspace-síðu og koma fyrsta laginu í spilun. Það getur í sjálfu sér verið hvaða lag sem er, þau eru öll jafngóð." En hvað á þetta nafn á hljómsveitinni - Kári? - að fyrirstilla? „Það er nú það," segir Silvía leyndardómsfull. „Okkur fannst þetta nafn bara fyndið og skemmtilegt því fólk fer að spá í því hver þessi Kári sé. Hver er það? Nú, hann er þessi sem er alltaf í felum!" Kári? treður upp í Grundarfirði nú á laugardaginn og verður á Neistaflugi í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Auk þess að flytja eigið efni ætla þær að hjálpa Gunna og Felix í nokkrum lögum. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Stúlknasveitin Kári? gæti orðið næsta stórmál í íslenska poppinu. Sveitina skipa fjórar stúlkur fæddar 1993, þær Silvía, Auður, Lilja og Margrét. Tvær koma úr Árbænum, ein úr Grafarvogi og ein frá Norðlingaholti. Þetta er því ekta úthverfaband. „Þetta er popprokk hjá okkur, eitthvað svoleiðis," segir Silvía. „Við kynntumst á Sönglist, námskeiði hjá Borgarleikhúsinu, og okkur langaði bara til að stofna svona hljómsveit. Þetta vantaði alveg hérna á Íslandi. Við erum ekkert líkar Nylon enda búum við til lögin okkar sjálfar og við erum kraftmeiri en þær. Við erum ekki alveg jafn miklir ljúflingar og þær. Við syngjum ekki með spariröddunum. Við gætum þó alveg sungið með spariröddunum ef við værum með einhver sparilög." Fyrir síðustu jól sömdu stelpurnar fyrsta lagið sitt, jólalagið Jól án þín. Þær mættu galvaskar í jólaþorpið í Hafnarfirði þar sem Gunni og Felix voru að skemmta. „Þær komu nú bara og báðu um að fá að syngja lagið sitt á sviðinu," segir Gunnar Helgason. „Það var nú auðsótt mál. Við Felix féllum alveg í stafi yfir þessu hjá þeim, þetta var svo gott. Ég hvatti þær eindregið til að halda áfram og síðan höfum við verið í sambandi. Ég el nú ekki þann draum í brjósti mér að vera einhver Einar Bárðarson en ef ég gerði það myndi ég tvímælalaust verða umboðsmaðurinn þeirra. Ég sé mikla framtíð í þessu hjá þeim. Þær syngja mjög vel og af fullum krafti. Það er gaman að sjá svona ungar stelpur standa svona keikar og syngja fullar sjálfstrausts." Silvía segir þær stelpurnar hafa samið slatta af lögum síðan - lög eins og Ég veit hvað ég vil, Það sem þú gerðir og Friends Forever - og þær fengu Hall Ingólfsson til að búa til undirspil. Með þetta ætla þær að troða upp á næstunni - „Draumurinn er auðvitað að gera plötu, en fyrst er að stofna Myspace-síðu og koma fyrsta laginu í spilun. Það getur í sjálfu sér verið hvaða lag sem er, þau eru öll jafngóð." En hvað á þetta nafn á hljómsveitinni - Kári? - að fyrirstilla? „Það er nú það," segir Silvía leyndardómsfull. „Okkur fannst þetta nafn bara fyndið og skemmtilegt því fólk fer að spá í því hver þessi Kári sé. Hver er það? Nú, hann er þessi sem er alltaf í felum!" Kári? treður upp í Grundarfirði nú á laugardaginn og verður á Neistaflugi í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Auk þess að flytja eigið efni ætla þær að hjálpa Gunna og Felix í nokkrum lögum.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira