Viðskipti erlent

Century Aluminium skilar tapi

Century Aluminium segir aukningu á framleiðslu á öðrum ársfjórðungi skýrist af stækkun álversins á Grundartanga.
Century Aluminium segir aukningu á framleiðslu á öðrum ársfjórðungi skýrist af stækkun álversins á Grundartanga. Fréttablaðið/GVA

Bandaríski álframleiðandinn Century Aluminium skilaði 2,3 milljón dollara tapi á öðrum ársfjórðungi eða sem svarar 187 milljónum íslenskra króna.

Það er töluvert betri afkoma í samanburði við annan ársfjórðung árið 2007 þegar félagið skilaði 60,7 milljón dollara tapi.

Félagið skilaði 235 milljóna dollara tapi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Tekjur annars ársfjórðung voru 545,2 milljónir dollara í samanburði voru tekjur annars ársfjórðungs í fyrra 464 milljónir dollara.

Félagið framleiddi 198 þúsund tonn af áli á fjórðungnum en á sama fjórðungi í fyrra framleiddi Century 189 þúsund tonn. Segir félagið í tilkynningu að þessi aukning skýrist af því að álverið á Grundartanga jók framleiðslugetu sína í 260 þúsund tonn á fjórða fjórðungi 2007.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×