Lífið

1500 miðar eftir á tónleikana í Laugardalshöll

1500 hundruð miðar eru enn í boði á tónleika sem haldnir verða í Laugardalshöll klukkan átta í kvöld. Ókeypis er á tónleikana en fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan höllina á hádegi í dag þegar byrjað var að úthluta miðum. 5500 manns komast fyrir í Laugardalshöllinni en á meðal flytjenda í kvöld eru Bubbi Morthens, Ný dönsk, Ham og fleiri.

Veitingar frá Ölgerðinni, Vífilfelli, Góu og Hróa Hetti verða seldar í höllinni og fer allur ágóði sölunnar óskiptur til Mæðrastyrksnefndar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.