Kaótískt ástand í bransanum 15. október 2008 05:45 Anthony Volodkin rekur tónlistarsíðuna Hype Machine sem nýtur mikilla vinsælda. Hann segir að ástandið í tónlistarheiminum sé kaótískt en fjölmörg sóknarfæri séu fyrir hendi.Ljósmynd/Julia Staples Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Hypem.com-verkefnið hófst fyrir um þremur árum. Að eigin sögn stofnaði Anthony síðuna þar sem hann fann engan vettvang með umfjöllun um nýja tónlist sem hann var ánægður með. „Það var á þeim tíma sem ég rakst á tónlistarblogg en það kom mér mjög á óvart að sjá fólk skrifa um tónlist einfaldlega vegna þess að því líkaði hún," segir Anthony. Fljótlega í kjölfarið varð mikil sprengja á þessu sviði sem varð til þess að hann stofnaði Hype Machine, sem má lýsa sem eins konar safnmiðli fyrir öll helstu tónlistarbloggin, þar sem er hægt að leita eftir tónlistarmönnum, lögum og helstu bloggurum. Í upphafi náði síðan til 150 bloggara en nú eru bloggin um tvö þúsund enda þykir einkar eftirsóknarvert að vera hluti af þessu samfélagi. Síðan er öðru fremur ætluð til að kynnast nýrri tónlist en ekki til að hlusta á fría tónlist. Af þeim sökum segir Anthony að mörg plötufyrirtæki líti hýru auga til síðunnar og noti hana til að sjá hvaða tónlistarmenn eru að fá mesta „hæpið", það er hvaða tónlistarmenn er mest verið að leita eftir og um hverja er helst bloggað. Anthony telur síðuna ekki þurfa að einskorða sig við tónlistarblogg og sér í framtíðinni fyrir sér að hún geti stækkað til muna. „Við erum núna að vinna að ýmsum tólum sem geta hjálpað bloggurum að vinna sína vinnu enn betur og einnig tæki fyrir plötufyrirtæki til þess að fá betri yfirsýn yfir hvað allir þessir bloggarar eru að gera." Anthony var hérlendis í sumar að slaka á en kemur nú aftur til þess að sitja ráðstefnuna You Are in Control sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar heldur samhliða Airwaves-hátíðinni. En hver er við stjórnvölinn þessa stundina í tónlistarbransanum? „Margir hlutir eru að breytast mjög ört þessa stundina, þannig að staðan akkúrat núna er nokkuð óljós. Ég myndi þess vegna segja að breytingar væru við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að ástandið sé kaótískt þá er það mjög spennandi því sóknarfærin eru fjölmörg." Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Hypem.com-verkefnið hófst fyrir um þremur árum. Að eigin sögn stofnaði Anthony síðuna þar sem hann fann engan vettvang með umfjöllun um nýja tónlist sem hann var ánægður með. „Það var á þeim tíma sem ég rakst á tónlistarblogg en það kom mér mjög á óvart að sjá fólk skrifa um tónlist einfaldlega vegna þess að því líkaði hún," segir Anthony. Fljótlega í kjölfarið varð mikil sprengja á þessu sviði sem varð til þess að hann stofnaði Hype Machine, sem má lýsa sem eins konar safnmiðli fyrir öll helstu tónlistarbloggin, þar sem er hægt að leita eftir tónlistarmönnum, lögum og helstu bloggurum. Í upphafi náði síðan til 150 bloggara en nú eru bloggin um tvö þúsund enda þykir einkar eftirsóknarvert að vera hluti af þessu samfélagi. Síðan er öðru fremur ætluð til að kynnast nýrri tónlist en ekki til að hlusta á fría tónlist. Af þeim sökum segir Anthony að mörg plötufyrirtæki líti hýru auga til síðunnar og noti hana til að sjá hvaða tónlistarmenn eru að fá mesta „hæpið", það er hvaða tónlistarmenn er mest verið að leita eftir og um hverja er helst bloggað. Anthony telur síðuna ekki þurfa að einskorða sig við tónlistarblogg og sér í framtíðinni fyrir sér að hún geti stækkað til muna. „Við erum núna að vinna að ýmsum tólum sem geta hjálpað bloggurum að vinna sína vinnu enn betur og einnig tæki fyrir plötufyrirtæki til þess að fá betri yfirsýn yfir hvað allir þessir bloggarar eru að gera." Anthony var hérlendis í sumar að slaka á en kemur nú aftur til þess að sitja ráðstefnuna You Are in Control sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar heldur samhliða Airwaves-hátíðinni. En hver er við stjórnvölinn þessa stundina í tónlistarbransanum? „Margir hlutir eru að breytast mjög ört þessa stundina, þannig að staðan akkúrat núna er nokkuð óljós. Ég myndi þess vegna segja að breytingar væru við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að ástandið sé kaótískt þá er það mjög spennandi því sóknarfærin eru fjölmörg."
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira